Gæsaveiği

lending_gaesir2008 

Gæsa og andaveiði fer fram á einkalöndum  á mörgum af bestu jörðum í Þingeyjarsýslu og  í Eyjafirði. Um er að ræða fjölbreytt veiðisvæði og í boði bæði morgun- og kvöldveiði, allt eftir óskum veiðimanna. Leiðsögumaður fylgir veiðimönnum allan veiðitúrinn og sér um að velja veiðisvæði og stjórnar uppstillingu tálfugla. Veiðibíll og kerra fyrir búnað og veiði fylgir veiðimönnum. Boðið er upp á góða aðstöðu til að gera að afla að veiði lokinni og þar er hægt að "vacum"pakka og frysta bráðina.

 

gautstad2

Tveir góðir með sig að lokinni morgunveiði.

Dæmi um gæsa- og andaveiði frá Stöng
í Mývatnssveit

2 x morgunveiði og 1 x kvöldveiði

Fimmtudagur: kvöldveiði

Í boði er að sækja veiðimenn á Akureyrarflugvöll ef þess er óskað, en mæting er á gististað seinnipart fimmtudags. Leiðsögumaður kannar veiðilendur fyrir morgunflug daginn eftir. Veiðimenn koma sér fyrir í gistiaðstöðu og síðan er kvöldveiði skipulögð en hún fer fram við tjarnir eða ár og er því notast við hunda til að sækja fallna bráð. Að lokinni kvöldveiði er gengið frá búnaði og afla. Léttur kvöldverður og síðan fara menn snemma í bólið því morgunveiði er framundan.

Föstudagur: Morgunveiði fylgir dagrenningu en veiðimenn eru komnir fyrir birtingu á veiðistað og stilla upp gervifuglum eftir leiðbeiningum leiðsögumanns sem fylgdist með staðsetningu gæsanna á veiðisvæðinu daginn áður. Veitt er fram eftir morgni og veiðum hætt veiðum ekki seinna en um hádegi. Leiðsögumaður ákveður hvenær veiðum skuli lokið. Hádegisveður er snæddur og síðan taka menn smá miðdegislúr. Eftir það er gengið frá veiði. Kanna þarf veiðisvæði fyrir morgundaginn og ákveða hvar staðsetja skuli gervifugla morguninn eftir.

Morgunveiði laugardag: Veitt fram undir hádegi og síðan gengið frá búnaði og afla. Síðan er afslöppun og tími er fyrir afþreyingu. Hægt er heimsækja hin vinsælu Jarðböð við Mývatn ef gist er á Stöng og ýmis afþreying er í boði ef gist er á Akureyri. Hægt er að fá þriggja rétta veglegan kvöldverð í notalegum veitingasal Gistiheimilisins Stangar. Þar geta veiðimenn notið matar síns og sagt veiðisögur fram eftir kvöldi.

Sunnudagur: Heimferð.

Þetta er aðeins ein hugmynd að veiðiferð, en hægt er að útfæra þær á ýmsan hátt.

fluggaesir 

Deildarval

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning