24.06.2009
Hverasvæðið í Námskarði, myndin tekin 22. júní
Gestir frá Ekvador, Braden Escobar og frú við einn hverinn
15.02.2009
Farin var vélsleðaferð í blíðskaparverði í gær 14.febrúar. Eknir voru 120 km og víða var útsýnið frábært.
Við látum myndirnar tala sínu máli.
Tekið af toppi Sellandafjalls, séð í suður.
Myndir er tekinn af Rauðafelli, séð suður Bárðadal.
Aðalsteinn Dagsson "brekkuaðdáendi" á leið upp Kálfborgina.
11.11.2008
Mynd þessi var tekinn við Mývatn 1.nóv.2008 í fallegu veðri. Fyrsti dagur rjúpnaveiða var þennan dag og voru margir veiðimenn á ferð á svæðinu.
16.09.2008
Hið árlega villibráðarhlaðborð Gistiheimilisins Stangar ehf. og Haust og vetrarveiðiferða verður haldið 3 og 4 október n.k. Boðið verður upp á fjölbreytt úrval villibráðar ásamt vinsælum steikum af lambi úr Mývatnssheiðinni. Sérstakt tilboð verður á gistingu þessa helgi. Ef stærri hópar vilja koma og njósta þessara kræsingana er hægt að fá tilboð í pakkann.
21.08.2008
Snæfell, séð frá vestri. Myndir var tekinn á Hreindýraveiðum þann 19.ágúst.
Hægt er að sjá myndir frá hreindýraveiði á veiðisíðunni www.stong.is/veidi
25.07.2008
Þessi mynd er frá Eyjafirði og tekin um borð í hvalaskoðunar bátnum Níelsi Jónssyni, en hann fer í sjóstanga og hvalaskoðunar ferðir eftir pöntunum frá Hauganesi í Eyjafirði.
Fleiri myndir og upplýsingar eru undir slóðinni:http://stong.is/veidi/page/hvalaskodun
15.07.2008
Bruggsmiðjan ehf. Árskógssandi tappar á sérmerktan bjór fyrir Gistiheimilið Stöng. Bjórinn ber nafnið Stöngull. Þessi bjór er ljós og er bruggaður eftir aldagamalli tékkneskri hefð. Bjórinn er 5 % að styrkleika og þykir mjög bragðgóður.Bjórinn er seldur í veitingarsal Gistiheimilisins Stangar.
Frá veitingasal Gistiheimilisins Stangar.
09.06.2008
Lambfé komið út á beit.
Álftir og gæsir á beit og Stöng í baksýn.
Séð yfir að Mývatni frá Mývatnsheiði.
24.05.2008
Stöng í Mývatnssveit.
Það lítur út fyrir að sumarið sé komið því veðurspáin næstu daga gerir ráð fyrir góðu veðri.
Þessi mynd var tekinn í blíðskapar veðri síðasta sumar og er tekin frá norðanverðu Sandfelli.